top of page
Search

Tvöfalt Snocross um liðna helgi, 11 og 12 apríl 2025

  • Writer: Brynjar Schiöth
    Brynjar Schiöth
  • Apr 14
  • 2 min read

Um helgina fóru fram síðustu 2 umferðir íslansmeistaramótsins í Snocross á fjarðarheiði.

  • Akstursíþróttaklúbburinn START á Egilsstöðum tók það að sér að halda tvöfalt mót, föstudag og laugardag.

Til landsins komu 3 keppendur frá Ameríku til að keyra með ökumönnum í Pro flokki, þar á meðal einn sem endaði annar til meistara í Ameríku og var þess vegna mikil spenna í hópnum að fá að keyra með þessum ökumönnum.

Veðurguðirnir gáfu keppendum sól báða dagana þó að lognið hafi verið að flýta sér heldur mikið á föstudeginum.

Á föstudeginum réðust Íslandsmeistaratitlar í bæði Unglingaflokki, þar sem Tómas Rafn Harðarson kom sá og sigraði, og Sport flokki þar sem Árni Helgason sigraði eftir svokallað fullkomið tímabil en hann vann allar umferðir vetrarins. Báðir þessir ökumenn fóru upp um flokk á laugardeginum til að spreyta sig á móti betri ökumönnum og stóðu sig með prýði.

Í kvennaflokki var Guðbjörg Ósk hlutskörpust en tryggði hún sér einnig íslandsmeistaratitil á föstudeginum en hún vann einnig laugardaginn.

Titillinn í Unglingaflokk kvenna réðst ekki fyrr en á laugardag en Ingibjörg Bjarnadóttir sigraði báða daga með glæsibrag, það var hinsvegar hún Bergrún Fönn Alexandersdóttir sem tryggði sér titilinn eftir stöðugt tímabil.

Titil barátta í Pro flokki var æsispennandi komandi inn í þessa helgi en þar var munurinn aðeins örfá stig á milli þeirra 3 efstu ásamt því að flokkurinn var með 3 erlendum ökumönnum.

Ameríkanarnir sýndu það og sönnuðu að það er munur á atvinnumönnum og áhugamönnum í þessu sporti og keyrðu með þvílíkum yfirburðum alla helgina og mátti heyra andköf í áhorfendum þegar þeir keyrðu um brautina enda sjaldgæft að sjá svona hraða á ökumönnum hér á landi. Svo fór að Jordan Lebel vann föstudaginn í Pro flokki og Ryley Bester á laugardeginum.

Íslendingarnir voru þó skammt undan en á föstudeginum var Bjarki Sigurðsson sigurvegari og lagði aðra höndina á íslandsmeistaratitilinn, Alex Þór Einarsson annar og Baldvin Gunnarsson þriðji.

Á laugardeginum réðst svo Íslandsmeistaratitillinn í Pro flokki í síðustu umferð dagsins þegar Bjarki Sigurðsson kom fyrstur íslendinga yfir endamarkið, Bergsveinn Ingvar  annar og Sigurður Bjarnason í 3.sæti

Annar til Íslandsmeistara var ríkjandi meistari Baldvin Gunnarsson og í 3.sæti var yngsti keppandinn í Pro flokki hann Sigurður Bjarnason.


 
 
 

Komentarze


  • Facebook
  • YouTube

©2022 by Snocross Iceland. Proudly created with Wix.com

bottom of page