ÞETTA ER FÓLKIÐ Á BAKVIÐ ÚTSENDINGARNAR!
Beinar útsendingar 2023
Ef þú vilt leggja okkur lið eða kaupa auglýsingar í streymið þá endilega hafðu samband við Fuel Kött.
fuelkott@gmail.com
EINAR SIGURÐSSON
Kynnir 2024 - Hefur keppt í bæði Snocrossi og Motocrossi og er því snjallræði sem kynnir hjá okkur!
ALEXANDER KÁRASON
Kynnir á beinum útsendingum. Alexander eða LEXI eins og hann er betur þekktur sem hefur verið í Snocross bransanum síðan land byggðist. Margfaldur íslandsmeistari og snillingur þegar það snýr eitthvað að vélsleðum.
BJÖRN MÁR AKA BÖBBI
Böbbi er kynnir af guðs náð og verður af og til með okkur í vetur! Hann er sjómaður og mikill vélsleðamaður, þá aðallega Skidoo aðdáandi.
TÓMAS KARL BENEDIKTSSON
Tómas er fæddur og uppalinn í Jólagarðinum í Eyjafirði. Tómas eða Turbo Tommi er lengra leiddur tölvukall en flestir og talar í binary kóðum inn á milli. Hann græjar flest sem enginn hefur vit á.
INGÓLFUR ÞÓR JÓNSSON
Ingólfur er myndatökumaður hjá okkur í vetur!
KRISTÓFER VALSTEINN
Kristófer Valsteinn eða "Kvalsteinn" kann að mynda og verður með okkur í vetur!
ÞORVALDUR SCHIÖTH
Myndatökumaðurinn Þorvaldur var ekki að byrja á vélinni í gær! Þorri eins og hann er kallaður er ættaður úr Eyjafjarðarsveit og hefur brallað allan fjandann í mótorsporti í gegnum tíðina. Einnig hefur hann myndað af og til og kann vel við sig með þrífótinn í fanginu.
BRYNJAR SCHIÖTH
Kynnir og tæknimaður á beinum útsendingum. Brynjar eða Binni hefur verið kynnir og sjónvarpsþáttagerðarmaður til margra ára. Einnig hefur Binni keppt í öllum gerðum mótorsports í gegnum tíðina.
BÖRKUR GUÐMUNDSSON
Tæknimaður og kynnir sem finnst best að vera á bakvið skjáinn eða sofandi undir sviði. Vitleysingur og snillingur frá Húsavík sem raular my home town þegar hann sefur. Hefur unnið að tænimálum frá ungaaldri, hvort sem það eru þorrablót eða alþjóðlegar tónlistaátíðir svo sem Hróaskelda. Búinn að vera á vélsleðum og mótorhjólum alla tíð en á ennþá eftir að keppa.
SÆVAR LÁRUS ÁSKELSSON
Sævar eða Séra Sævar er maður mikill. Sævar er maðurinn sem samdi "Faðir MOD" Sævar er Yamaha maður og keppti til margra ára í Snocrossi hér á árum áður. Sævar flýgur dróna fyrir okkur þegar hann er í landi af stakri snilld!
EVA BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR
Eva Björg er Graffíkerinn í öllu saman. Lærð graffískur hönnuður og hefur hannað allskonar logo og útlit í þáttum og gert auglýsingar.
ARNAR TRYGGVASON
Arnar er drónaflugmaður hjá okkur í vetur!