Hún sveik ekki austfjarðarblíðan á Fjarðarheiði í gær þegar 5. og síðasta umferð íslandsmótsins í snocross fór fram. Þessi umferð var gríðarlega spennandi ekki síst vegna þess hve mjótt var á munum um mörg sæti í flestum flokkum.
Unglingaflokkur: Hvar á maður að byrja, svona um leið og maður náði að loka gapandi munninum eftir nokkra hringi í fyrsta heati yfir þvílíkum framförum þessir ökumenn hafa tekið og gæðum sem virtust aukast með hverjum hringnum, þá var alveg ljóst að þarna var alvöru race í gangi og greinilegt að menn hafa verið duglegir að æfa sig og spá í akstrinum frá því í 4. umferð á Akureyri. Það var samt sem áður Alex Þór Einarsson sem sigraði öll heat eftir mikla baráttu við Frímann Ingólfsson og Sigurð Bjarnason sem voru eins og hundur og köttur fyrir aftan hann og skiptust bróðurlega á 2. og 3. sæti. Það er mjög bjart framundan hjá þessum ökumönnum og verður spennandi að sjá þá næsta vetur.
Úrslit:
Alex Þór Einarsson - Íslandsmeistari
Frímann Ingólfsson
Sigurður Bjarnason
Sport Lite: Enn og aftur sannaðist það að skipting Sport flokksins í tvennt var frábær hugmynd. Einar Geirsson nýkominn heim af sundlaugarbakkanum á spáni eftir fullt hús stiga á Akureyri í síðustu umferð, Tómas Orri Árnason á Boxhanskanum klár í allt og Viðar Freyr Hafþórsson með eina stillingu á kettinum, ON. Þetta voru mennirnir sem allir fylgdust með, en menn gleymdu að reikna með Kristófer Loga Halldórssyni sem mætti og keyrði frábærlega og hirti 3.sætið í öllum heatum. Bilanir,smá kröss og brjálað race litaði flokkinn þennan daginn.
Úrslit:
Tómas Orri Árnason
Viðar Freyr Hafþórsson
Kristófer Logi Halldórsson
Sport: Sport flokkurinn, fær klárlega titilinn villtasti flokkur ársins ef útí það er farið. Þarna mæta menn til þess að vinna. Ingólfur Atli Ingason hefði klárlega unnið daginn ef heatin hefðu verið örlítið styttri en hann keyrði frábærlega fremstur framanaf í nánast öllum heatum eða þangað til þreytan virtist yfirbuga hann. Þá voru næstu menn eins og ljón í ljónagryfju, klárir í baráttuna um1. sætið. Alex Þór var virkilega stabíll og Kolbeinn og Sverrir keyrðu eins og herforingjar.
Úrslit:
Alex Þór Einarsson - Íslandsmeistari
Kolbeinn Þór Finnsson
Sverrir Örn Magnússon
Pro Lite: Ef að almannavarnir hefðu vitað stöðuna í Pro Lite fyrir lokaumferðina hefði líklega verið slegið upp upplýsingafundi og fólk hvatt til þess að vera rólegt. Þvílík spenna en Bergsveinn Ingvar og Kristófer "twinpipes" Daníelsson voru mættir til leiks með allt í járnum og það var bara þannig að sá þeirra sem myndi keyra hraðar þennan daginn myndi verða Íslandsmeistari. En það var eitt sem gleymdist, og var það hann Guðbjartur Magnússon kúreki, en hann kom, sá, og rústaði öllum heatum dagsins og var þar með orðinn jafn líklegur íslandsmeistari ef eitthvað myndi klikka hjá þeim Bergsveini og Kristófer. Sem og jú gerðist, þegar þeir félagar lentu í samstuði í upphafi 3. heats og sátu 2 eftir síðastir. Guðbjartur, Víðir og Ármann Örn voru þá í banastuði fremst og leit allt út fyrir að Guðbjartur myndi stela þessu. En allt kom fyrir ekki, og Beggi keyrði með tunguna úti uppí 3. sæti sem dugði honum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Úrslit:
Guðbjartur Magnússon
Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson - Íslandsmeistari
Ármann Örn Sigursteinsson
Pro Open: Það var brjáluð barátta í pro open þennan daginn. Bjarki Sigurðsson sem var langefstur til Íslandsmeistara, enn í (Grænu)gifsi síðan hann reyndi að gata kælinn í skúffunni hjá Ásgeiri Frímanns með skíðatánni á Akureyri í síðustu umferð, var mættur með sólgleraugu í brautina með kolsvart flagg í hendi þetta skiptið. Fyrsta heat fór af stað með látum og Jónas Stefánsson keyrði ægilega fremstur með alla kolbrjálaða fyrir aftan sig, eitthvað braut hann lögin og fékk svartflaggs bendingu á sig fljótlega og þurfti að gefa eftir öll sæti. Við það fór ON takkinn á Baldvin Gunnarssyni í gang og var það eins og árið væri 2006, eða 7 en drengurinn keyrði ægilega flott í öllum heatum og endaði á að klára daginn í 1.sæti, Ívar Már Halldórsson og Einar Sigurðsson sýndu svo sínar bestu hliðar að venju og var virkilega gaman að fylgjast með baráttunni yfir daginn, Ásgeir Frímanns átti einnig flottan dag og ljóst að næsta tímabil verður tímabilið hans.
Úrslit
Baldvin Gunnarsson
Ívar Már Halldórsson
Einar Sigurðsson
Bjarki Sigurðsson - Íslandsmeistari
Hægt er að sjá nánari úrslit frá 5.umferð og lokastöðu íslandsmótsins með því að smella á hnappana hér að neðan.
Comments