Fyrsta umferð Íslandsmótsins í snjókrossi – snocross – í vetur fór fram í Ólafsfirði um helgina. Fór mótið fram við toppaðstæður og keppnishald var til fyrirmyndar. Í öllum flokkum var baráttan hörð um sæti á palli og var ansi oft mjótt á munum þegar kom að stigafjölda. Eitt af því sem stóð upp úr við keppnina var keppni svokallaðra 120 og 200 sleða þar sem börn á aldrinum 4-11 ára fá að spreyta sig nokkra hringi í brautinni. Í lokin fór fram svokölluð Dominatior útsláttarkeppni þar sem Akureyringurinn Ívar Már Halldórsson sigur úr býtum.
Pro A
Ívar Már Halldórsson
Baldvin Gunnarsson
Kristófer Daníelsson
Pro B
Alex Þór Einarsson
Guðbjartur Magnússon
Sverrir Örn Magnússon
Sport
Sigurður Bjarnason
Elvar Máni Stefánsson
Ingólfur Atli Ingason
35+
Ármann Örn Sigursteinsson
Ásgeir Frímannsson
Reynir Hrafn Stefánsson
Byrjendur
Grétar Óli Ingþórsson
Bjarki Freyr Sveinsson
Finnur Bessi Finnsson
Unglingar
Árni Helgason
Tómas Karl Sigurðarson
Finnur Snær Víðisson
Comments